Sjómannadagurinn í Neskaupstað
Róið á sjómannadeginum á Eskifirði
Randúlfar leika tónlist á Sjómannadagsathöfn á Eskifirði
Sjómannadagurinn er ein stærsta hátíð sumarsins í Fjarðabyggð

Sjómannadagurinn

Ein stærsta hátíð sumarsins í Fjarðabyggð

Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur annan sunnudaginn í júní þetta árið og er með stærri bæjarhátíðum í Fjarðabyggð. Deginum er fagnað i öllum bæjarkjörnum. Stærstu hátíðirnar eru þó jafnan á Eskifirði og á Norðfirði, þar sem hátíðardagskráin hefst á miðvikudeginum eða fimmtudeginum fyrir sjómannadag.

Í boði er fjöldi viðburða sem spanna allt frá sjósundi og hópsiglingum að tónlistarviðburðum og spennandi tilboðum í verslunum og veitingahúsum.

Óhætt er að mæla með sjómannadeginum í Fjarðabyggð sem fjölbreyttri og viðburðaríkri skemmtun fyrir alla fjölskylduna.