Neistaflug

2. - 7. ágúst í Neskaupstað

Margar skemmtilegar hefðir hafa skapast í kringum þessa frábæru fjölskylduhátíð sem fer nú fram 25. árið í röð. Í ár verður sú breyting á að hátíðarsvæðið verður alfarið á íþróttavellinum.

Tjaldmarkaður, tónleikar, hoppukastalar, brunaslöngubolti og danskleikir verða meðal annars á döfinni þá sex daga sem hátíðin stendur, 2.-7. ágúst. Þá er frí skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna á útisviðinu föstudag, laugardag og sunnudag. 

Meðal þeirra sem fram koma á Neistaflugi í ár eru Áttan, Amabadama, Todmobile, Killer Queen, Leikhópurinn Lotta, Stelpu Rock og Íþróttaálfurinn svo einhverjir séu nefndir. 

Barðsneshlaupið fram laugardaginn 5. ágúst en þetta er í 21. sinn sem hlaupið fer fram.

Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á Neistaflugi enda dagskráin fjölbreytt og af nægu að taka!