Neistaflug

31. júlí - 4. ágúst í Neskaupstað - Aflýst árið 2020

Á Neistaflugi hefur ávallt verið kappkostað við að bjóða upp á fjölbreytta skemmtidagskrá yfir verslunarmannahelgina sem höfðar til fólks á öllum aldri og í ár er engin breyting þar á. 

Í ár verður m.a. boðið upp á hverfagleði, glæislega tónleika, sápubolta, strandsblakmót, dorgveiðikeppni og ýmislegt fleira. Sunnudagskvöldið 4. ágúst verða síðan Stórtónleikar Neistaflugs þar sem fram koma ClubDub og Nýdönsk ásamt ungu og efnilegu tónlistarfólki af austurlandi.

Nánari upplýsingar um hátíðina og dagskrá hennar má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar www.neistaflug.is