Borðbúnaður
Krúsir
Kruðeri
Kerti

Frú Anna

Einstök í sinni röð

Frú Anna er verslun með fallegan borðbúnað, gjafavöru og ýmislegt puntlegt. Danski Mynte borðbúnaðurinn er í uppáhaldi hjá frúnni en hann er bæði vandaður og fallegur, auk þess sem auðveldlega má að leika sér með mismunandi liti borðbúnaðarins, allt eftir tilefni hverju sinni.

Af annarri skemmtilegri gjafavöru má nefna ilmkerti, fallega lampa og smellin skilti. Þá er einnig til sölu einstakt handverk frú Önnu, en á meðal þess sem frúin saumar eru dásamlegir púðar, svuntur, diskaþurrkur og fjölnota innkaupapokar.

Verslunin er í Hruna, skemmtilegu steinhúsi við Búðaveg á Fáskrúðsfirði. Ef frúin er ekki við búðarborðið er einfalt að hringja í 894 7979 og mæla sér mót við hana í versluninni, sem er algjörlega einstök í sinni röð.

Upplýsingar

Heimilisfang Búðavegi 49
Staður Fáskrúðsfjörður
Sími +354 894 7979
Vefur Sjá vefsíðu