Séð yfir Salthússmarkaðinn.
Svalar hálsfestar og skart.
Jólin skipa sérstakan sess hjá Salthússmarkaðnum.
Ein af þeim glæsilegu þokumyndum sem prýða veggi Salthússmarkaðarins. (Ljósm. Hjördís Albertsdóttir)

Salthússmarkaðurinn

Fjölbreytt úrval af handverki og listiðnaði

Á hverju sumri á fjölbreyttur hópur handverksfólks á Stöðvarfirði skemmtilegt stefnumót við ferðamenn í Salthússmarkaðnum. Frábært úrval og skapandi hugsun gerir markaðinn að ómissandi viðkomustað fyrir áhugafólk um hönnun og handverk. Úrvalið er afar fjölbreytt og spannar allt frá hefðbundnu handverki að silfursmíði, glerlist, leirlist og öðru vönduðu listhandverki. 

Markaðurinn hóf starfsemi sína í gamla salthúsinu á Stöðvarfirði og dregur nafn sitt af því. Þessi glæsilegi handverksmarkaður hefur fært sig um set og er nú ásamt Gestastofu Fjarðabyggðar til húsa í samkomuhúsi Stöðvarfjarðar.

Gestastofan veitir allar almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni. Er um að gera fyrir fólk sem er á ferðinni, að koma við hjá Salthússmarkaðnum og ná sér í leiðinni í gagnlegar upplýsingar um ferðaþjónustuna í Fjarðabyggð.

Þá skreyta veggi Salthússmarkaðarins athyglisverðar þokuljósmyndir, sem lýsa vel því magnaða náttúrufyrirbæri sem Austfjarðarþokan er. 

Salthússmarkaðurinn er opinn kl. 11:00-17:00 alla daga vikunnar frá miðjum maí og fram í miðjan september.

Upplýsingar

Heimilisfang Fjarðarbraut 43
Staður 755 Stöðvarfjörður
Sími +354 863 2650
Vefur Sjá vefsíðu