Úr sýningu Helgu Unnars.
Dahlshús við opnun sýningar Finnboga Péturssonar „Sjólag“.
Jens Garðar Helgson við Dahlshús.
Dahlshús t.h. á ljósmynd frá 1907. Framkaupsstaður, reistur 1873, stendur fyrir miðju og vinstra megin við það er Salthúsið, síðar Víðissjóhús, reist 1880.

Dahlshús

Sýningarsalur í gömlu sjóhúsi

Dahlshús er gamalt sjóhús, reist af Jóhanni Dahl, síldarútgerðarmanni, sem kom með húsið frá Noregi árið 1880. Útgerðarævintýri Dahls á Eskifirði lauk árið 1883 og hefur Dahlshús gegnt ólíkum hlutverkum síðan þá sem bæði fiskverkunarhús og sláturhús, svo að dæmi séu nefnd.

Húsið hefur verið fært í upprunalegt horf og hafa sýningar eftir landsþekkta listamenn verið settar upp í sýningarsal þess eftir að það opnaði sumarið 2013.

Húsið er 90 m2 að grunnfleti. Það er í eigu Jens Garðars Helgasonar, athafnamanns og formanns bæjarráðs Fjarðabyggðar.

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgötu 30a
Staður 735 Eskifjörður