Gallery Kolfreyja er staðsett í sögu- og handverkshúsinu Tanga
Húfur og skinnkragar í öllum litum og gerðum
Sköpunargleði Kolfreyjanna er lítil takmörk sett eins og þessar skemmtilegu ugluhúfur bera með sér
Gömlu innréttingarnar í Tanga prýða nú verslun Gallery Kolfreyju

Gallerí Kolfreyja

Úrvals handverk og listiðnaður

Að Gallerí Kolfreyju stendur samfélag handverksfólks á Fáskrúðsfirði. Kolfreyjur eru hátt í þrjátíu talsins og er úrvalið að sama skapi fjölbreytt af vönduðu handverki og listmunum. Frumleg hönnun og skemmtilegar útfærslur einkenna handverkið sem spannar allt frá handgerðum minjagripum að prjóni, silfursmíði og ljósaseríum svo að fátt eitt sé nefnt. Nafnið sækir galleríið til tröllskessunnar Kolfreyju sem herjaði á öldum áður á Fáskrúðsfirðinga og herjar að sumra mati enn. 

Galleríið er staðsett í Tanga, virðulegu verslunarhúsi sem Carl D. Tulinius reisti árið 1895Húsið hefur verið í eigu Kaupfélags Fáskrúðsfirðinga, KFFB, frá árinu 1933 og hefur nú endurheimt fyrri glæsileika fyrir atbeina þess. Auk þess sem byggingin hefur verið gerð upp frá grunni, hefur aðalhæðin verið færð í upprunalegt horf og er í heild sinni opin almenningi.

Upplýsingar

Heimilisfang Tanga Hafnargötu 17
Staður 750 Fáskrúðsfjörður
Netfang gallerikolfreyja@gmail.com
Sími +354 852 2288
Vefur Sjá vefsíðu