Þórsmörk er glæsilegt aldargamlt hús sem félagsmenn listasmiðjunnar hafa gert upp í samstilltu átaki.
Verk úr Listasmiðju Norðfjarðar.
Listaverk í deiglu listasmiðjunnar.
Síðsta hönd lögð á myndverk.

Listasmiðja Norðfjarðar

Óheft gleði sköpunarkraftsins

Listasmiðja Norðfjarðar er félagsskapur áhugafólks um listir og menningu og hefur undanfarin 22 ár verið til húsa í Þórsmörk sem er nokkuð stórt, gamalt hús sem í upphafi var flutt inn frá Noregi. Húsið sem stendur við Þiljuvelli í Neskaupstað nálgast nú að vera um 100 ára gamalt. 

Á sumrin eru gestir ávallt velkomnir í heimsókn, þegar sýningar eru uppi og smiðjur eru starfandi.

Með rausnarlegum fjárframlögum frá Samvinnufélagi Útgerðarmanna í Neskaupstað og Húsafriðunarsjóði, hefur tekist að vinna að miklum endurbótum á húsinu sem nú þegar eru farnar að skila þeim árangri að húsið er að verða allt hið glæsilegasta að utan.

Nokkuð fjölþætt starfsemi fer fram í húsinu yfir veturinn. Lengi framan af var þar aðeins aðstaða fyrir áhugamálara en auk þess er þar nú mjög góð aðstaða fyrir silfursmíði, þæfingu og útskurð. Einnig fer þar fram kennsla barna og unglinga á skólastigi, oftast í formi námskeiða auk námskeiða fyrir almenning í áðurnefndum listgreinum. Hafa Menningarráð Austurlands og Fjarðabyggð stutt vel við þá starfsemi með styrkjum til reksturs hússins.

Til stendur að auka starfsemi í húsinu og eru uppi hugmyndir um að geta boðið aðstöðu fyrir listamenn annars staðar frá og þá aðallega í myndlist. Mörg handtök eru þó óunnin við að bæta húsið að innanverðu svo að það megi verða Listasmiðjunni, húsinu, gestum þess og bæjarbúum öllum til ánægju og sóma.

Upplýsingar

Heimilisfang Þiljuvellir 11
Staður Neskaupstaður
Vefur Sjá vefsíðu