Kraftmikill hópur alþjóðlegra listamanna hefur tekið yfir gamla frystihúsið á Stöðvarfirði
Sköpunargleði eins og hún gerist best
Sköpunarmiðstöðin framleiðir handgerðu barnaleikföngin frá Stubbi
Endurunnar dúkkur frá Made in here

Sköpunarmiðstöðin

Skapandi gleði og gleði í sköpun

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði var stofnuð 2011 þegar hópur fólks tók við yfirgefnu frystihúsi staðarins. Sjálfbærni er grunnstef í allri starfsemi miðstöðvarinnar og það að sköpunarkrafturinn sé forsenda fyrir þróun og uppbyggingu samfélaga. Eitt af meginmarkmiðum verkefnisins er að takast á við ýmis vandamál sem steðja að byggðarlaginu, svo sem fólksfækkun og skorti á fjölbreyttum atvinnutækifærum. Því hefur frá upphafi verið rík áhersla á að búa til vettvang þar sem samvinna og þekkingarmiðlun milli skapandi greina getur átt sér stað með tilheyrandi nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra.

Starfsemi miðstöðvarinnar er einnig ætlað að efla menntun á svæðinu og að stuðla að lifandi tónlistar- og menningarlíf. Miðstöðin býður upp á vinnustofudvöl fyrir listamenn og hýsir fjölbreyttan hóp lista- og tónlistarfólks hvaðan æva að úr heiminum á ári hverju. Fjölbreittri aðstöðu og ýmiskonar verkstæði hefur verið komið upp og má þar helst nefna trésmíðaverkstæði, jánsmíðaverkstæði, keramikverkstæði og prenntverkstæði auk hljómfagurs tónleikasalar og hljóðversins Stúdíó Siló sem er í smíðum um þessar mundir. Almenningi býðst aðgangur að verkstæðunum gegn vægu gjaldi auk þess sem þau nýtast fyrir námskeið og skólabúðir fyrir nemendur af svæðinu.

Pólarhátíðin er haldin á tveggja ára frestir í miðstöðinni og stendur yfir í um viku tíma, auk annarra smærri hátíða, tónleika og opinna stúdíó listamanna. Fylgjast má með dagskrá miðstöðvarinnar á fésbókarsíðu hennar: Fish Factory - Creative Centre.

Að Sköpunarmiðstöðinni stendur kraftmikill hópur fólks, sem hefur skapandi hugsun og samfélagslega uppbyggingu að leiðarljósi ásamt endurvinnslu og endurnýtingu. Inngangur er að vestanverðu og eru gestir velkomnir að kynna sér starfsemina; sjá nánar á inhere.is og á fésbókarsíðu miðstöðvarinnar. Unnt er að fá kynningartúr um húsið með hópa og bóka tónleikasalinn fyrir ýmiskonar viðburði og fundarhald.

Upplýsingar

Heimilisfang Bankastræti 1
Staður 755 Stöðvarfjörður
Netfang rosa@inhere.is
Sími +354 537 0711
Vefur Sjá vefsíðu