Sjóminjasafnið er staðsett í Gömlu-búð, einu elsta húsi á Austurlands.
Víkingaskipið er dæmi um skemmtilega fjölbreytni safnsins.
Gömul brjóstsykursverksmiðja er varðveitt á safninu.
Sjóminjasafn Austurlands er í gömlu verslunarhúsnæði sem nefnist Gamla-búð.

Sjóminjasafn Austurlands

Eskifirði

Í safninu eru munir sem tilheyra sjósókn og vinnslu sjávarafla. Einnig eru þar verslunarminjar og hlutir sem tilheyra ýmsum greinum iðnaðar og lækninga frá fyrri tíð. Sjóminjasafnið er staðsett í gömlu verslunarhúsi, Gömlu búð, sem byggt var 1816.

Safnið þykir einstaklega skemmtilega framsett, fjölbreytt og fróðlegt heim að sækja. Það er á tveimur hæðum.

Safnið er opið alla daga kl. 13:00-17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.

Sjá opnunartíma safna í Fjarðabyggð

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgötu 39b
Staður 735 Eskifirði
Netfang sofn@fjardabyggd.is
Sími +354 470 9000
Vefur Sjá vefsíðu