Steinasafn Petru
Stærsta steinasafn sinnar tegundar
Steinasafn Petru er stórt og glæsilegt steinasafn í einkaeigu. Stofnandi þess, Petra Sveinsdóttir, safnaði steinum í fjöllunum við Stöðvarfjörð frá barnæsku og í áranna rás bættist mikið við safnið. Nú fyllir safnið og minjagripasalan húsið hennar Petru og garðinn, sem orðinn er hluti af safninu.
Steinasafn Petru er stærsta steinasafn sinnar tegundar í Evrópu og jafnvel víðar. Safnið er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna á Austurlandi og tekur safnið á móti 40 til 50 þúsund gestum á ári.
Safnið endurspeglar vel jarðfræðilega sérstöðu Austurlands sem eins elsta hluta landsins.
Safnið er opið alla daga kl. 10:00 - 17:00 á sumrin frá 1.júní til 30.september.
Upplýsingar
Heimilisfang | Fjarðarbraut 21 |
---|---|
Staður | 755 Stöðvarfirði |
Netfang | info@steinapetra.is |
Sími | +354 475 8834 |
Vefur | Sjá vefsíðu |