Bensarnir eiga sér áhugaverða sögu.
Adrenalín er fyrsti og eini alíslenski bíllinn.
Á safninu má finna fjölbreytt úrval bíla.

Frystihúsið bílasafn

Nýtt og glæsilegt bílasafn á Breiðdalsvík

Fryistihúsið bílasafn, eða Factory Car Museum, er óvenjulegt og sérstakt safn með karakter sem kemur á óvart. 

Safnið hefur að geyma rúmlega 20 bifreiðar af ýmsum tegundum, m.a. Porsche, Mercedes Benz, Lotus, BMW, Morgan og Jaguar, sem spanna tímabil frá 1936 til 2004. Bílarnir eru ýmist perlur úr íslenskri ökutækjasögu eða eiga sér aðrar áhugaverðar sögur sem tengjast íslenskri dægurmenningu og bíladellu. Helsti sjarmur safnsins er sá að gestir fá leiðsögn um safnið þar sem farið er yfir sögu hvers bíls fyrir sig. 

Safnið er opið frá 10:00 - 18:00 alla daga í sumar og kostar þúsund krónur inn en frítt er fyrir börn 12 ára og yngri.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvellir 23
Staður 760 Breiðdalsvík
Netfang bjartur@ab.is