Íslenska stríðsárasafið stendur efst við Heiðarveg.
Búnaður fyrir vetrarhernað.
Nokkrir hertrukkar hafa varðveist frá stríðsárunum.
Daglegu lífi eru gerð listavel skil á safninu.

Íslenska stríðsárasafnið

Andi stríðsáranna endurvakinn

Gestir Íslenska stríðsárasafnsins hverfa rúm 70 ár aftur í tímann, allt aftur til 5. áratugarins þegar heimsstyrjöldin síðari geisaði. Sýningar safnsins gera þessu tímabili vönduð skil, bæði út frá sjónarhóli hins almenna hermanns í setuliði bandamanna og íbúa Reyðarfjarðar.

Safnið er staðsett við bragga sem voru hluti af stórum spítalakampi. Sjá má líkan af kampnum ásamt aðstöðu óbreyttra hermanna og yfirmanna. Fjöldi upprunalegra muna glæða safnið lífi og veita óvenjulega innsýn í þessa löngu liðnu tíma, þá ógn sem stöðugt vofði yfir en einnig hversdagslegar aðstæður og tískustrauma.

Íslenska stríðsárasafnið geymir óvenjulega tíma í lífi íslensku þjóðarinnar og skapar ógleymanlegar stundir þeim sem það heimsækja.

Safnið er lokað sumarið 2023 vegna viðgerða.

Safnið er opið alla daga kl. 13:00 - 17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.

Stríðsárin á Reyðarfirði.pdf

Sjá opnunartíma safna í Fjarðabyggð

Upplýsingar

Heimilisfang Heiðarvegi 37
Staður 730 Reyðarfirði
Netfang sofn@fjardabyggd.is
Sími +354 470 9000
Vefur Sjá vefsíðu