Náttúrugripasafnið í Neskaupstað
Íslensk náttúra í nærmynd í Safnahúsinu
Safnið hefur að geyma flesta íslenska fugla auk fjölda flækinga og ágætu fiskasafni með ýmsum sjaldséðum fiskum. Einnig eru í safninu ýmsir gripir af sjávarbotni, þar á meðal mjög gott safn skeldýra. Villtu íslensku spendýrin eiga sína fulltrúa á safninu og þar er einnig mjög gott steinasafn. Þá varðveitir safnið austfirskt plöntuvísindasafn og skordýrasafn.
Náttúrugripasafnið í Neskaupstað var stofnað 1965. Upphafsmaður að stofnun safnsins var Bjarni Þórðarson þáverandi bæjarstjóri. Hjörleifur Guttormsson líffræðingur var fyrsti forstöðumaður safnsins og vann að uppsetningu þess. Fyrsta sýningin var opnuð í Gagnfræðaskólanum í Neskaupstað sumarið 1970.
Unnið hefur verið að umhverfisrannsóknum á vegum Náttúrustofu Austurlands, m.a. á hálendinu Norðaustan Vatnajökuls vegna virkjanaframkvæmda og annast stofan eftirlit og ráðgjöf vegna mannvirkjagerðar fyrir Náttúruvernd ríkisins. Á árinu 2002 tók Náttúrustofa Austurlands við rekstri safnsins af Fjarðabyggð.
Safnið er eitt af þremur söfnum Safnahússins í Neskaupstað og er á þriðju og efstu hæð hússins.
Safnið er opið alla daga frá13:00 - 17:00 (júní-ágúst) eða eftir samkomulagi á öðrum árstímum.
Upplýsingar
Heimilisfang | Egilsbraut 2 |
---|---|
Staður | 740 Neskaupstað |
Netfang | sofn@fjardabyggd.is |
Sími | +354 470 9000 |
Vefur | Sjá vefsíðu |