Í sundi á Eskifirði.
Heitu pottarnir í sundlaug Eskifjarðar.
Glæsilegar sundrennibrautir freista ungu kynslóðarinnar.
Margur er knár þótt hann sé smár.

Sundlaug Eskifjarðar

Glæsileg útisundlaug með heitum pottum

Í sundlauginni á Eskifirði er aðstaða öll hin ákjósanlegasta fyrir skemmtilega og nærandi sundferð en þessi 25 metra útilaug skartar heitum pottum, gufubaði, barnavaðlaug og þremur rennibrautum.

Þá er fjallasýnin tilkomumikil, en beggja vegna rísa tíguleg fjöll Eskifjarðar.

Sundlaug Eskifjarðar er staðsett við innkeyrsluna í bæinn. Hún opnaði árið 2006 og er sú nýjasta af fjórum sundlaugum Fjarðabyggðar.  

Sjá opnunartíma sundlauga í Fjarðabyggð

Upplýsingar

Heimilisfang Dalbraut 3a
Staður 735 Eskifjörður
Netfang itr.esk@fjardabyggd.is
Sími +354 476 1218