Sundlaug Norðfjarðar.
Stórbrotin sjávarsýn er frá Sundlaug Norðfjarðar.
Aðstaða er öll eins og best verður á kosið.
Tvær kátar í sundi.

Stefánslaug Neskaupstað

Einstök fjallasýn

Stefánslaug er einstaklega glæsileg útisundlaug með heitum útipottum, gufubaði og tveimur stórum rennibrautum.

Staðsett á sólríkum stað í hlíðum Neskaupstaðar, veitir sundlaugin rómaða sólbaðaðstöðu og einstaka fjallasýn út yfir Norðfjörðinn. 

Stefánslaug var tekin í notkun árið 1943 og stendur því á gömlum merg. Á árunum 2001 til 2006 var sundlaugin endurbyggð nánast frá grunni, fyrst 25 metra sundlaugarkarið og síðan þjónustuhúsið.

Skömmu síðar bættust svo stóru rennibrautirnar við aðstöðuna en þær njóta mikilla vinsælda, ekki hvað síst hjá yngstu kynslóðinni.

Sjá opnunartíma sundlauga í Fjarðabyggð

Upplýsingar

Heimilisfang Miðstræti 15
Staður 740 Neskaupstaður
Netfang itr.nesk@fjardabyggd.is
Sími +354 477 1243