Sundlaugin í Breiðdal

Hugguleg lítil útilaug með heitum potti.

Sundlaugin í Breiðdal er staðsett við íþróttamiðstöðina í þorpinu Breiðdalsvík. Hún var byggð árið 2002 og er 8x14 metrar að stærð.  Laugin er sporöskjulaga og fremur hlý um 30°C. Hún er því kjörin fyrir leik og buslugang eða einfaldlega fyrir slökun. Grunni hluti laugarinnar er 1 meter á dýpt en sá dýpri 2 metrar. Heiti potturinn er á milli 40-42°C. 

Sjá opnunartíma sundlauga í Fjarðabyggð.

Upplýsingar

Heimilisfang Selnes 25
Staður 760 Breiðdalsvík
Netfang johanna.g@fjardabyggd.is
Sími +354 470 5575