Merktar gönguleiðir

Göngukort Ferðafélags Fjarðamanna

Ferðafélag Fjarðamanna gefur út göngukortið Gönguleiðir á Fjarðaslóðum. Þriðja útgáfa þess kom út í júní 2011. Á kortinu eru gönguleiðir litamerktar eftir því hvort þær eru stikaðar eða ekki. Þegar farið er inn á vef félagsins og endamerkingar á göngukortinu skoðaðar koma þar fram upplýsingar um þá leið sem skoðuð er.

Ferðafélag fjarðamanna var stofnað í Skíðaskálanum í Oddsskarði 15. ágúst 1996. Að stofnun félagsins stóðu áhugamenn um ferða- og útivistarmál frá Eskifirði, Neskaupstað og Reyðarfirði. Ferðafélag fjarðamanna er deild í Ferðafélagi Íslands.

Starfsemi félagsins hefur aðallega falist í að halda úti ferðadagskrá ár hvert, frá vori til hausts. Félagið vinnur einnig að því að stika gönguleiðir í Fjarðabyggð, auk þess að gefa út göngukort.

Þá rekur félagið gistiskála sem byggður var á Karlsstöðum í Vöðlavík árið 2003.

Nánari upplýsingar eru á vef Ferðafélags Fjarðamanna ferdafelag.is.

Landscape