Á fætur í Fjarðabyggð 2022

Göngu- og gleðivika allra landsmanna

Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er með stærstu útivistarviðburðum ársins. Árið 2022 fer hún fram dagana 18. - 25. júní og í boði eru fjöldi viðburða þá viku, bæði gönguferðir og skemmtanir, en vikan er ekki síður skilgreind sem gleðivika. 

Áhersla er lögð á fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi, s.s. fjölskyldugöngur, sögugöngur og göngur fyrir alvöru fjallagarpa og á kvöldin er brugðið á leik með kvöldvökum og sjóræningjapartíum.

Gönguvikan stendur frá laugardegi til laugardags og fyllir því átta heila daga af fjölbreyttum viðburðum og frábærri útivist. Skipuleggjendur eru Ferðafélag Fjarðamanna í samstarfi við Ferðaþjónustuna Mjóeyri.

Gönguleiðarkorti og dagskrá verður dreift í hús á næstu dögum en útgefnar upplýsingar má nálgast á tenglum hér til hliðar. Kynntu þér þar upplýsingar gönguvikufjöllin fimm, Fjallagarpa gönguvikunnar og margt, margt fleira.

Hægt er að kaupa Gönguvikukort sem veitir aðgang af öllum viðburðum gönguvikunnar  Kortið fæst hjá Ferðaþjónustunni Mjóeyri, Tanna Travel á Randulffs-sjóhúsi og hjá fararstjórum göngu- og gleðivikunnar.

Kortið kostar 20.000 kr.

Dagskrá gönguvikunar 2022

Á hlekkjunum hér að neðan má finna dagskrá hvers dags í gönguvikunni 2022. 

Laugardagur 18. júní

Sunnudagur 19. júní

Mánudagur 20. júní

Þriðjudagur 21. júní

Miðvikudagur 22. júní

Fimmtudagur 23. júní

Föstudagur 24. júní

Laugardagur 25. júní

Bæklingur gönguvikunar 2022 Kort Gönguvikunar 2022.JPG Dagskrá Gönguvikunnar 2022.JPG

Fjallagarpur gönguvikunnar:

Til þess að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar þarf að safna stimplum hjá fararstjórum fyrir hvert gengið fjall. Fullstimpluðu skjali er afhent fararstjóra í lok síðustu göngu og er veitt viðurkenning, á lokakvöldvöku Göngu og gleðivikunnar, fyrir afrekið. Unglingar, fimmtán ára og yngri fá einnig viðurkenningu eftir að hafa gengið á þrjú af fimm verðlaunafjöllunum að eigin vali. Börn og unglingar verða að vera í fylgd fullorðinna.

Fjöllin fimm árið 2022 eru: 

Hái Járnskari 619m
Hallberutindur 1118m
Andri 901m
Flögutindur 918m
Svartafjall 1021m.

Fyrir unga göngugarpa:

Frítt er fyrir 16 ára og yngri í gönguvikuna, nema annað sé tekið fram, en skilyrði er að börn séu í fylgd með fullorðnum.

Börn 12 ára og yngri geta hlotið nafnbótina Göngugarpur Gönguvikunnar með því að fara í allar fjölskyldugöngurnar sem eru á virku dögunum í gönguvikunni og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.

Unglingar 15 ára og yngri þurfa aðeins þrjú fjöll til að hljóta nafnbótina Fjallagarpur Gönguvikunnar í fimm fjalla leiknum og fá viðurkenningu á lokakvöldvökunni.