mobile navigation trigger mobile search trigger

Fimmtudagur 23. júní

Kl. 10:00 Flögutindur í Breiðdal 918m (eitt af fjöllunum fimm í Gönguvikunni)

Mæting við Flögufoss að sunnaverðu í Breiðdal.

Gengið upp í Berufjarðarskarð. Þaðan í átt að Flögutindi með fram Grýlutindi.

Gríðarfallegt útsýni yfir Berufjörð, Breiðdal og fjallgarðinn milli Berufjarðar og Breiðdals.

Gengið niður að Flögufossi.

Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson, 864 7694.

Verð kr. 3000.

Kl. 18:00 - Þverhamarshjalli Breiðdalsvík. (göngugarpaferð)

Mæting við afleggjarann að vatnsbólinu utan við afleggjarann að Breiðdalsvík.

Gengið upp á hjallann og haldið eftir honum til austurs. Fallegt útsýni yfir Þverhamar, Breiðdalsvík og nágrenni.

Fararstjóri Helga Hrönn Melsteð 8606813

Verð kr. 1.000 fyrir fullorðna

Kl. 20.00 Kvöldvaka við Frystihúsið Bílasafn á Breiðdalsvík.

Lifandi tónlist og veitingar í boði Kaupfélagsins á Breiðdalsvík og Frystihúsið Bílasafn á Breiðdalsvík.