Sunnudagur 19.júní
Kl. 10:00 Gönguferð frá Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði að að Kolmúla í Reyðarfirði
Mæting kl 10:00 við Skarðsá utan við Kolmúla við sunnanverðan Reyðarfjörð þar sem ferðin endar.
Sameinast í bíla frá Kolmúla yfir að Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði þar sem gangangan byrjar.
Gengið út með brúnum undir Staðarheiði og upp í Halakletts skarð. Möguleiki er fyrir þá sem vilja að ganga á Halaklett. Síðan haldið niður Langahjalla Reyðarfjarðar megin að Kolmúla. Stórfenglegt útsýni er á þessari leið m.a. yfir Andey Skrúð og Vattarnes.
Fararstjóri Kristinn Þorsteinsson 8647694
Verð krónur 3.000.-
Kl.16.00 Gönguferð við Eyri í Reyðarfirði.
Mæting utan við eyðibýlið Eyri í sunnanverðum Reyðarfirði.
Gengið upp með Eyrarárgili og þaðan meðfram þrígiljum að Eyrará ytri og niður með henni. Gilin og fossarnir skoðaðir.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980
Verð kr. 1000 fyrir fullorðna
18.30 - Kvöldvaka á Eyri í Reyðarfirði.
Gönguferð varðeldur, lifandi tónlist og veitingar í boði Egersund Ísland