Skokkað í götuþríþrautinni
Sund í götuþríþrautinni

Götuþríþraut Eskifirði

Fyrir alla aldurshópa

Götuþríþrautin á Eskifirði hefur með hverju árinu laðað að sér vaxandi fjölda þátttakenda, enda um frábæran viðburð að ræða fyrir alla aldurshópa í keppni jafnt sem skemmtun. Keppnin fer fram um sjómannadagshelgina á hverju ári.

Keppt er í sundi, hjólreiðum og hlaupi í þremur keppnisflokkum eða super sprint, sprint og olympískum vegalengdum.

Super Sprint flokkurinn er ætlaður börnum, einstaklingum eða þriggja manna liðum og geta börn tekið þátt saman eða með fullorðnum í liði. Sprint flokkurinn er ætlaður einstaklings- eða liðakeppni og í olympíska flokknum er keppt í 14-24 ára unglingaflokki og flokki 25 ára og eldri.

Vegalengdir í super sprint er 400 m. sund, 10 km. hjólreiðar og 2,5 km. hlaup. Í sprint flokknum er keppt í 750 m. sundi, 20 km. hjólreiðum og 5 km. hlaupi og í olympíska flokknum er keppt í 1500 m. sundi, 40 km. hjólreiðum og 10 km. hlaupi.

Þátttökugjald er hóflegt og rennur ágóði keppninnar til félags- og forvarnarstarfs á Austurlandi.