SKÍÐAMIÐSTÖÐIN Í ODDSSKARÐI

AUSTFIRSKU ALPARNIR TAKA VEL Á MÓTI ÞÉR

Oddsskarð eða Austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft nefnt, er eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins.  Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð.

Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir brettafólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. Þá er skíðamiðstöðin með Stubbaskóla fyrir yngstu börnin.

Um páskana er haldið Páskafjör og er þá jafnan mikið um að vera í skarðinu. Þetta er frábær fjölskylduhátíð með margar skemmtilegar hefðir eins og sparifataskíðadag, páskaeggjaleit og minningarmót Gunnar Ólafssonar. Þá er brettafólki gert hátt undir höfði með haganlega gerðum brettabrautum og –pöllum.