Aðrir viðburðir í Fjarðabyggð um páskana 2018

Í Fjarðabyggð er fjölbreytt menningarlíf og hægt verður að njóta hina ýmsu viðburða um páskana. Allir ættu að getað fundið eitthvað við sitt hæfi um alla Fjarðabyggð.

Fimmudagur 29. mars - Skírdagur

Tónleikar með Guðmundi R. og Coney Island Babies í Egilsbúð í Neskaupstað. Vel hefur gengið hjá þeim félögum síðan "Þúsund ár" kom út og eru þetta þeirra 5. tónleikar. Óhætt er að segja að þeir hafa slegið í gegna á þeim öllum. Ekki amaleg byrjun á páskafríinu að mæta og eiga góða stund. Húsið opnar kl. 21:00 tónleikar hefjast 21:30. Miðaverð. 2.900 kr. 

Föstudagurinn 30. mars - Föstudagurinn langi

Dansleikur föstudaginn langa á miðnætti með gleðipinnanum Einari Ágústi og hljómsveit í Egilsbúð í Neskaupstað. Það er alltaf ávísun á fjör þar sem Einar Ágúst er. Húsið opnar 00:00. Miðaverð: 2.500 kr. 

Laugardagur 31. mars 

Opið í Beituskúrnum í Neskaupstað laugardagskvöldið fyrir páska. Lifandi tónlist og góð stemmning! Nánari upplýsingar verður finna á Facebook síðu Beituskúrsins

DJ París Austursins halda upp í brjáluðu stuðu í Egilsbúð í Neskaupstað laugardaginn 31. mars. Frítt inn og húsið opnar kl. 23:30