Aðrir viðburðir á páskafjöri 2018

Föstudagurinn 30. mars - Föstudagurinn langi

Píslarganga á skíðum. Snjóalög koma til með að ráða staðsetningu. Farastjóri verður Kristinn Þorsteinsson. Hægt verður að fá allar nánari upplýsingar inná heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna ww.ferdafelag.is þegar nær dregur.

Snjósleðaferð á vegum Ferðaþjónustunnar Mjóeyri á Gerpisvæðið. Farið verður í ca. 2-4 klst. snjósleðaferð um Gerpissvæðið lagt verður af stað kl. 11:00. Mæting á Oddsdal ofan við Skuggahlíð í Norðfirði. Leiðsögumaður verður Sævar Guðjónsson s. 698-9680 

Laugardagur 31. mars.

Páskaeggjaleit á Mjóeyri fyrir 12 ára yngri. Hin árlega páskeggjaleit fyrir 12 ára og yngri verður á Mjóeyri laugardaginn 31. mars og hefst kl. 10:00. Páskeggjaleitin er í boði Byko og Ferðaþjónustunnar Mjóeyri. Ekki þarf að skrá sig - bara mæta á staðinn!

Sunnudagur 1. apríl - Páskadagur

Hátíðarganga í Páskahelli í Norðfirði. Lagt verður af stað frá Norðfjarðarvita á Bakkabökkum í Neskaupstað kl. 6. Farastjórar verða Laufey Sveinsdóttir og Sigurbjörg Hákonardóttir. Munu sólinn dansa þessa páska? Allar nánari upplýsingar inná heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna ww.ferdafelag.is 

Sunnudagur 1. apríl - Páskadagur

Páskadagsganga á Grænafell í Reyðarfirði fyrir alla fjölskylduna. Hvað er betra en að opna páskaegg á toppi Grænafells og njóta einstaks útsýnis yfir Reyðarfjörð. Lagt verður af stað frá Geithúsaárgili kl. 10:00. Farastjórar Róbert Beck og Fríða Björk Bragadóttir. Allar nánari upplýsingar inná heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna ww.ferdafelag.is