mobile navigation trigger mobile search trigger

Takmarkanir vegna COVID-19

Vegna heimsfaraldurs af völdum COVID - 19 gilda ákveðnar takamarkanir á Skíðasvæðinu í Oddsskarði á meðan á þessu ástandi stendur:
Takmarkanir:
  • 150 manns geta verið á svæðinu í einu auk barna sem eru fædd 2005 og síðar
  • Þegar 150 manns eru komin á svæði verður lokað aðgengi að því og upplýsum við á facebook síðu okkar þegar svæði er orðið fullt.  Hvetjum fólk til að fylgjast með uppfærðum upplýsingum á síðunni áður en lagt er af stað.
  • Nándamörk eru 2 metrar og óskyldir aðilar þurfa að virða það þau mörk sem og hópamyndunum.
  • Allir á skíðasvæðinu þurf að vera með grímu.
  • Veitingasala og matsalur í skíðaskála verður lokaður. Vinsamlega takið með nesti og neytið í bifreiðum.
  • Salernisaðstaða verður opin eftir reglum um fjölda í rými, grímuskylda.
  • Miðasala verður opin fyrir kortasölu. Aðeins einn úr hverri fjölskyldu má koma inn í miðasöluna og kaupa kortin. Aðrir bíða í eða við bílinn.
  • Á leið upp að skíðasvæði verða allar bifreiðar stöðvaðar þar sem allir 16 ára og eldri þurfa að skrá sig inná svæðið. Starfsmaður okkar verður fyrir ofan Eskifjörð og biður ykkur um að skrá nafn og kennitölu á skráningarblað.
  • Vinsamlegast virkjið rakningarappið hjá öllum í fjölskyldunni áður en komið  er á skíðasvæðið.

Við biðjum ykkur að sýna okkur þolinmæði og virða starfsfólkið okkar sem er leggur sig fram við að gera upplifun þín frábæra með því að fylgja reglunum eftir.