Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð

Samgöngur innan Fjarðabyggðar

Frá 1. September 2021 tekur gildi nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð. Unnið hefur verið að uppsetingu á kerfinu að undanförnu. Kerfinu er ætlað að koma til móts við þarfir íbúa sem sækja þurfa þjónustu þvert á sveitarfélagið.

Leiðakerfið er byggt upp með það að markmiði að koma til móts við þarfir notenda hvað varðar skóla, vinnu og tómstundir. Kerfið er keyrt á tveimur leiðum. Leið 1 tengir saman svæðið frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og Leið 2 gengur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjaðrar.

Gjaldfrjálst verður fyrir alla í allar ferðir í almenningsamgöngum í Fjarðabyggð, og ekki þarf að sýna miða eða kaup kort.

ÍS-Travel á Reyðarfirði annast akstur beggja leiða í kerfinu. Á heimasíðu Fjarðabyggðar má finna upplýsingar um allar tímatöflur.

Samgöngur við önnur sveitarfélög.

Strætó BS sér um akstur á leið 91 sem ekur frá Neskaupstaðar til Egilsstaða í tengslum við flugferðir. Eknar eru tvær ferðir á dag alla virka daga. Nánari upplýsingar um tímatöflur og annað sem varðar þennan akstur má finna á heimasíðu Strætó með því að smella hér.

SV Aust biðskýli.jpg
Tengd skjöl
Tímatafla