Upplýsingamiðstöð ferðamanna er staðsett í anddyri sundlaugarinnar á Eskifirði

Eskifjörður

Velkomin í Sundlaug Eskifjarðar

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í anddyri Sundlaugar Eskifjarðar. Þangað geta ferðamenn sótt allar almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni, þar á meðal þjónustukort fyrir alla sex bæjarkjarna sveitarfélagsins.

Aðstoð er einnig veitt vegna ferðaupplýsinga um aðra landshluta. Þá má nálagst algengustu handbækur og kynningarrit ferðaþjónustunnar hjá upplýsingamiðstöðinni og ferðamenn geta auk þess leitað sér upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Sundlaugin er staðsett við innkeyrsluna í þéttbýlið á Eskifirði.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma sundlaugarinnar sem er opin allt árið.

Upplýsingar

Heimilisfang Dalbraut 3a
Staður Í anddyri Sundlaugar Eskifjarðar
Netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is
Sími +354 476 1218