Upplýsingamiðstöðin er í anddyrinu í Sólbrekku.

Mjóifjörður

Velkomin í Sólbrekku

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í anddyri Sólbrekku sem er á sumrin miðstöð ferðaþjónustu í Mjóafirði, en grunnskóli staðarins á veturna.

Starfsfólk í Sólbrekku aðstoðar fúslega ferðamenn varðandi allar almennar upplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni. Þá má nálgast þjónustukort fyrir alla bæjarkjarna Fjarðabyggðar ásamt algengustu handbókum og kynningarritum um Austurland og landið í heild. Ferðamenn geta auk þess leitað upplýsinga á vefnum á stafrænum upplýsingastandi.

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma Sólbrekku, sem er opin 01. júní til 30. september ár hvert. Kaffisalan í Sólbrekku er opin frá 1. júlí til 20. ágúst.

Upplýsingar

Heimilisfang 715 Mjóifjörður
Staður Ferðaþjónustunni Sólbrekku
Netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is
Sími +354 476 0020