Hér má sjá starfsfólk Brekkunnar við upplýsingamiðstöðina á Stöðvarfirði.

Stöðvarfjörður

Velkomin í Brekkuna

Upplýsingamiðstöðin er staðsett í Brekkunni skammt frá höfninni á Stöðvarfirði. 

Starfsfólk Brekkunnar veitir ferðamönnum allar almennar ferðaupplýsingar um Fjarðabyggð og nágrenni. Einnig eru veittar upplýsingar um Austurland og aðra landshluta. Þá má nálgast þjónustukort fyrir alla sex bæjarkjarna Fjarðabyggðar ásamt algengustu handbókum og kynningarritum ferðaþjónustunnar. 

Í Brekkunni er llítil dagvöruverslun, kaffihús og veitingastaður með ókeypis aðgangi að þráðlausu neti. Þá er gjafavöruverslun á efri hæð hússins. 

Upplýsingamiðstöðin fylgir opnunartíma Brekkunnar, sem er opin virka daga kl. 09:30 - 22:00, á laugardögum kl. 10:00 til 22:00 og á sunnudögum kl. 11:00 til 21:00.

Upplýsingar

Heimilisfang Fjarðarbraut 43
Staður Brekkunni Stöðvarfirði
Netfang fjardabyggd@fjardabyggd.is
Sími +354 475 8939