Kaffihlaðborðið í Mjóafirði er eitthvað sem allir verða að prófa.
Náttúrufegurð Mjóafjarðar er mögnuð.
Horft upp að Sólbrekku frá veginum sem liggur í gegnum Brekkuþorp. Í Sólbrekku er grunnskóli staðarins á vetrum.
Brekkuþorp á Mjóafirði er á leiðinni til Dalatanga og kjörið fyrir ferðalanga að sækja báða þessa fallegu staði heim.

Sólbrekka Mjóafirði

Ekta kaffihlaðborð á sumrin

Kaffisalan er opin hluta af sumri, 15.06.-10.08. Margir segja að rjómavafflan bragðist hvergi betur en á veröndinni við Sólbrekku, enda er útsýnið þaðan yfir fjörðinn óviðjafnanlegt.

Kaffihlaðborð eru haldin nokkrum sinnum yfir sumarið og eru þau sérstaklega auglýst. Þeirri upplifun má ferðalangurinn ekki missa af.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólbrekka
Staður 715 Mjóifjörður
Netfang mjoi@simnet.is
Sími +354 476 0020
Vefur Sjá vefsíðu