Kaffihlaðborðið í Mjóafirði er eitthvað sem allir verða að prófa.
Náttúrufegurð Mjóafjarðar er mögnuð.
Horft upp að Sólbrekku frá veginum sem liggur í gegnum Brekkuþorp. Í Sólbrekku er grunnskóli staðarins á vetrum.
Brekkuþorp á Mjóafirði er á leiðinni til Dalatanga og kjörið fyrir ferðalanga að sækja báða þessa fallegu staði heim.

Sólbrekka Mjóafirði

Ekta kaffihlaðborð á sumrin

Kaffisalan er opin hluta af sumri. Margir segja að rjómavafflan bragðist hvergi betur en á veröndinni á Sólbrekku, enda er útsýnið þaðan yfir fjörðinn óviðjafnanlegt.

Kaffihlaðborð eru haldin á sunnudögum í júlí og ágúst og ferðalangurinn má ekki missa af þeim.

Þá er einnig í boði fyrir hópa nýr kræklingur og hvítvín eða súpa og brauð, sem panta verður fyrirfram.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólbrekka
Staður 715 Mjóifjörður
Netfang mjoi@simnet.is
Sími +354 476 0020
Vefur Sjá vefsíðu