Café Saxa er á jarðhæð Hotel Saxa, aðeins steinsnar frá höfninni á Stöðvarfirði.
Stílhreint og notalegt.
Fallegt og freistandi.
Litríkt og nærandi.

Café Saxa

Með útsýni yfir hafið og fjöllin

Café Saxa er við hliðina á höfninni á Stöðvarfirði. Einstaklega vel staðsettur, býður staðurinn upp á útsýni yfir hafið og Súlur, bæjarfjall Stöðvarfjarðar. Á matseðlinum eru dýrindis kökur og smáréttir ásamt heimilismat sem bragð er af. Einnig er gjaldfrjáls aðgangur að þráðlausu neti.

Café Saxa er á jarðhæð gistiheimilisins Söxu. Staðurinn dregur nafn sitt af sjávarhvernum Söxu, sem er skammt utan við þéttbýlið á Stöðvarfirði. Starfsemin er til húsa í gamla kaupfélagshúsi staðarins, sem hefur með smekklegum hætti verið lagað að alveg nýju hlutverki. 

Í innan við 50 metra fjarlægð má finna Gallery Snærós og Salthússmarkaðinn sem opinn er yfir sumartímann, einn stærsta handverksmarkað Fjarðabyggðar. Egilsstaðir eru í 50 mínútna akstursfjarlægð og Breiðdalsvík er í 15 mínútna akstursfjarlægð.

Upplýsingar

Heimilisfang Fjarðarbraut 41
Staður 755 Stöðvarfjörður
Netfang saxa@saxa.is
Sími +354 511 3055