Veitingasalurinn er stílhreinn og fallegur.
Áhersla er lögð á staðbundið hráefni sjávar og sveita. Hér má sjá einn af rómuðum fiskréttum hússins.
Matseðillinn er fjölbreyttur þar sem unnið með ferskt hráefni.
Kaupfélagsbarinn er í húsnæði Kaupfélagsins Fram sem hætti starfsemi í lok síðustu aldar.

Kaupfélagsbarinn

Sjávarréttabistro, sushi og grill á besta stað í bænum með útsýni yfir fjörðinn.

Kaupfélagsbarinn er nýr alþjóðlegur veitingastaður á jarðhæð Hildibrand Hotel í Neskaupstað, sem tvinnar saman sögu staðarins og framrúarskarandi matgerðarlist.

Staðurinn ber nafn með rentu, staðsettur í byggingu sem Kaupfélagið Fram reisti á fimmta áratug aldarinnar sem leið. Á fjölbreyttum matseðlinum er áhersla lögð á framúrskarandi matreiðslu úr staðbundnum hráefnum sjávar og sveitar. Í boði er á la carte morgunverður, hádegisverður og kvöldverður ásamt fjölbreyttu úrvali af smáréttum.

Netaðgangur er gjaldfrjáls.

 

Upplýsingar

Heimilisfang Hafnarbraut 2
Staður 740 Neskaupstaður
Netfang hildibrand@hildibrand.is
Sími +354 477 1950
Vefur Sjá vefsíðu