Kaffihúsið er á heppilegum stað miðsvæðis í Neskaupstað.
Unnendur tes og kaffis finna eitthvað við sitt hæfi í Nesbæ.
Súpa dagsins er alltaf spennandi.

Nesbær

Kaffihús, bistró, handverk og myndlist.

Kaffihúsið Nesbær sameinar á einum stað menningu, listir og notalega kaffihúsastemningu. Kaffihúsið stendur á gömlum merg í Neskaupstað og hefur um árabil verið vinsæll griðastaður fyrir þá sem vilja tylla sér í dagsins önn og njóta stundarinnar. Reglubundnar myndlistasýningar prýða veggi og úrval listmuna og handverks er til sölu. Netaðgangur er gjaldfrjáls. 

Upplýsingar

Heimilisfang Egilsbraut 5
Staður 740 Neskaupstaður
Netfang nesbaer@simnet.is
Sími +354 477 1115
Vefur Sjá vefsíðu