Ban Chang - Hús fílsins

Tælenskur matur í frábæru umhverfi á Eskifirði.

Hús fílsins er tælenskur matsölustaður sem opnaði sumarið 2017. Áhersla er lögð á ferskt og hollt hráefni. Á kvöldin er hefðbundinn matseðill en í hádeginu eru tilbúnir réttir sem hægt er að grípa með sér. 

Staðurinn er á gamla Sæbergssvæðinu á Eskifirði og því er tilvalið að setjast niður utandyra og njóta útsýnisins yfir Hólmanes og Hólmatind. 

Matseðill er aðgengilegur á Facebook-síðu staðarins.

Upplýsingar

Heimilisfang Strandgata 86
Staður Eskifjörður
Sími +354 894 6606
Vefur Sjá vefsíðu