Beituskúrinn

Greiðasala í gömlum beituskúr við sjávarsíðuna í Neskaupstað.

Beituskúrinn ber nafn með rentu því staðurinn er í gömlum uppgerðum beituskúr við sjávarsíðuna í Neskaupstað. Um greiðasölu er að ræða þar sem matseðillinn er síbreytilegur. Þar er þó í boði kaffi, bakkelsi og matur og staðurinn því allt í senn, kaffihús, bar og matsölustaður.

Ýmsir viðburðir fara fram í Beituskúrnum og er hægt að fylgjast með dagskránni á Facebook-síðu staðarins.

Upplýsingar

Heimilisfang Egilsbraut 26
Staður Neskaupstaður
Sími +354 477 1950
Vefur Sjá vefsíðu