Beljandi Brugghús

Hágæða handverksbrugghús með glæsilegan bar á Breiðdalsvík.

Í brugghúsinu fer fram hágæða bjórframleiðsla ásamt því að státa af einum skemmtilegasta bar landsins þar sem heimamenn og gestir geta smakkað framleiðsluna í þægilegu umhverfi.

Á Breiðdalsvík er rekið handverksbrugghúsið og barinn Beljandi. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2017 og býður alla jafna upp á 4-5 tegundir af bjór. Hann er að mestu seldur á staðnum, en einnig á nokkrum góðum stöðum á Austfjörðum á sumrin og má líka finna hann í Reykjavík og á Akureyri stöku sinnum. Barinn á Breiðdalsvík er opin öll kvöld yfir sumarið en lokað er að mestu yfir veturinn. 

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvöllum 23
Staður Breiðdalsvík
Netfang beljandi@beljandibrugghus.is
Sími +354 8609905
Vefur Sjá vefsíðu