Kaupfjelagið er í miðju þorpsins.
Ef það fæst ekki í Kaupfjelaginu, þá þarftu það ekki.
Ef það fæst ekki í Kaupfjelaginu, þá þarftu það ekki.

Kaupfjelagið á Breiðdalsvík

Ferðastu aftur í tímann með því að heimsækja Kaupfjelagið.

Heimamenn og gestir hafa sótt þjónustu í Kaupfjelagið í rúmlega 60 ár og í dag má þar finna verslun, veitingastað og kaffihús. 

Í Kaupfjelaginu má finna verslun í gamla stílnum en þar má finna allt milli himins og jarðar, þar á meðal vörur úr héraði s.s. fisk og harðfisk frá Goðaborg og nýbakað bakkelsi. Þá má einnig finna kjötvörur frá Breiðdalsbita og drykkjarföng frá Beljanda brugghúsi sem er staðsett við hliðina á Kaupfjelaginu. 

Á veitingastaðnum er einnig fjölbreytt úrval og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Þar er boðið upp á heimilismat í hádeginu.
Þá má finna dýrindis kökur og bakkelsi á kaffihúsinu.

Verslunin er sett upp á gamaldags máta og má þar finna mikið af munum úr sögu kaupfélagsreksturs á Breiðdalsvík. Eins er að finna söguágrip af uppbyggingu staðarins, gamlar myndir og skjöl sem gaman er að grúska í með kaffinu.

Ef það fæst ekki í Kaupfjelaginu, þá þarftu það ekki.

Upplýsingar

Heimilisfang Sólvellir 25
Staður 760 Breiðdalsvík
Netfang kaupfjelagid@gmail.com
Sími +354 475 6670
Vefur Sjá vefsíðu