Íslensk matgerðarlist með frönsku ívafi.
Bjartur og rúmgóður veitingasalurinn er á jarðhæð Franska spítalans.
Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði var reistur af Frökkum í kringum aldamótin 1900.
Gengið er úr veitingasalnum út á Frönsku bryggjuna.

L' Abri

Matgerðarlist með frönsku andrúmslofti

L'Abri er nýr veitingastaður á Fáskrúðsfirði í nýuppgerðum gömlum frönskum spítala. Boðið er uppá úrvals þjónustu og mat í frönsku umhverfi. Aðstaðan á L´Abri hentar vel til hádegisverðarfunda ásamt öðrum viðburðum.

L'Abri skartar lítilli sjávarbryggju við innganginn að neðanverðu en útistemningin á bryggjunni er einstök og nýtur staðurinn sín vel í veðurblíðu Fáskrúðsfjarðar stóran hluta úr árinu. Bryggjan gengur spölkorn út í sjó fram og er útsýnið ekkert minna en stórfenglegt.

Upplýsingar

Heimilisfang Hafnargata 9
Staður 750 Fáskrúðsfjörður
Sími +354 470 4075
Vefur Sjá vefsíðu