Jólasmásagnakeppni 2023 - Opið fyrir innsendingar
01.12.2023
Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir nú fjórða árið í röð til til jólasmásagnakeppni grunnskólanema á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar en veitt verða verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum grunnskólans – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.