Fréttir og viðburðir

25.Feb 2019

Jæja þá eru veðurstöðvarnar okkar komnar á netið

Hægt er að skoða upplýsingarnar frá veðurstöðvunum á 30min fresti

Fyrst um sinn verða upplýsingarnar á sér síðum, svona meðan við erum að bíða eftir vefsíðusérfræðingunum

verkstæði

Topplyfta

2. jan 2019.  Gleðilegt nýtt ár og þökkum samskiptin á liðnu ári. Staðan er að lítill snjór er neðan við 600 m. línuna og þarf að snjóa talsvert til að opna skíðasvæðið. Framundan eru nokkrir hlýir dagar og við hreifum ekki við snjónum í brekkunum fyrr en kólnar aftur, það yrði bara til þess að það bráðnaði meira. Vetrarkortasala hefur ekki gengið nógu vel í Olís og tilboðsverð á vetrarkortum verður á skíðasvæðinu fyrsta opnunardaginn. Þeir sem eru með gjafabréf frá Fjarðabyggð geta bara notað þau í miðasölu á skíðasvæðinu, ekki í Olís. Það er búið að koma nýju lyftuhúsi fyrir við byrjendalyftuna og er verið að ganga frá rafmagni og tengingum við lyftuna og líkur því vonandi fyrir miðjan mánuð.