Dagskrá Stod í Stöð

03.07.2023 Dagskrá Stod í Stöð

Nú styttist svo sannarlega í Støðið

Á Stöðvarfirði munu allir geta fundið eitthvað skemmtilegt að gera.

 

Lesa meira

17. júní 2023 í Fjarðabyggð

13.06.2023 17. júní 2023 í Fjarðabyggð

Sú hefð hefur skapast að hátíðahöld vegna 17. júní færast á milli bæjarkjarna. Að þessu sinni verður haldið upp á 17. júní á Reyðarfirði í samvinnu við Ungmennafélgið Val. Dagskrá dagsins má finna hér að neðan.

Lesa meira

Jógaganga á Stöðvarfirði

31.05.2023 Jógaganga á Stöðvarfirði

Róleg ganga þar sem gengið er í kyrrð og þögn í umhverfi Stöðvarfjarðar. Stoppað á vel völdum stöðum og gerðar liðkandi jógaæfingar, hugleiðslustopp þar sem boðið verður upp á bolla með hreinu kakói. Lagst verður í grasið í slökun. Dásamleg leið til að vinda ofan af spennu og amstri dagsins.

Verð 3000-

Lesa meira

Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk

31.05.2023 Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk
Páll Ivan frá Eiðum opnar myndlistarsýningu í Gallerí Þórsmörk laugardaginn 10. júní.
Gallerí Þórsmörk er nýtt myndlistar- og sýningarrými á Austurlandi sem er staðsett í Neskaupstað í hinu sögufræga húsi Þórsmörk sem er líka aðsetur Menningarstofu Fjarðabyggðar. Húsið er nú í eigu SÚN sem styður dyggilega við endurnýjun á aðstöðunni en hið nýja gallerí er starfrækt af Menningarstofu.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

30.05.2023 Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Að venju verður margt um að vera í Fjarðabyggð í tilefni af sjómannadeginum.

Hér að neðan má sjá hátíðardagskrá sem fram fer á Eskifirði í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Jógastund með fjölskyldunni

24.05.2023 Jógastund með fjölskyldunni

Jógastund er fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Verður haldin sunnudagin 28. maí klukkan 11:00 í Egilsbúð.

Lesa meira

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

14.05.2023 Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Börnum í 1.-10. bekk í Fjarðabyggð býðst að sækja frítt skáknámskeið dagana 20.-21. maí. Námskeiðið er haldið í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Birkir Karl mun sjá um námskeiðið en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák og hefur fengist við skákkennslu síðastliðin 11 ár.

Birkir hélt skáknámskeið í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nóvember 2022 sem gekk mjög vel.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

11.05.2023 Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi frá og með næsta hausti. 

Um er að ræða sveigjanlegt nám sem hentar vel fyrir fjarnema og fólk sem ætlar að stunda hlutastarf með náminu. Fyrirlestrarnir eru teknir upp og settir á kennsluvef og þannig getur þú horft á fyrirlestrana þegar þér hentar og eins oft og þú vilt. Nemendur mæta svo í verkefnatíma á Reyðarfjörð þar sem verkefnastjóri aðstoðar þá.

Lesa meira

KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR AUSTURLANDS

25.04.2023 KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR AUSTURLANDS
Á þessum einstöku tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands verður flutt tónlist úr þekktum kvikmyndum sem flestir ættu að kannast við, eins og Star Wars, Godfather, James Bond, Batman o.fl. Gæsahúðartónleikar fyrir alla fjölskylduna 💥
Lesa meira

Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

24.04.2023 Plokk á Íslandi og stóri plokk dagurinn 2023

Sunnudaginn 30. apríl verður stóri plokkdagurinn haldinn hátíðlegur um allt land í sjötta skipti og Fjarðabyggð ætlar að sjálfsögðu að vera með.

Þennan dag er fólk hvatt til að ganga um umhverfi sitt og tína upp plast, pappa og annað rusl sem fallið hefur til og liggur á víðavangi eftir veturinn. Það eru samtökin Plokk á Íslandi sem standa að deginum sem er hugsaður sem upphaf plokk tímabilsins og sem vitundarvakning og hvatning til okkar allra um að huga að umhverfi okkar og neyslu.

Lesa meira

Hádegismatur fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

13.04.2023 Hádegismatur fyrir eldra fólk í Fjarðabyggð

Fjarðabyggð býður einstaklingum 65 ára og eldri í sveitarfélaginu upp á hádegismat á eftirtöldum stöðum:

Fáskrúðsfjörður: 19. apríl klukkan 12:00

Reyðarfjörður: 19. apríl klukkan 12:00

Eskifjörður: 21. apríl klukkan 12:00

Neskaupstaður: 21. apríl klukkan 12:00

Stöðvarfjörður: 4. maí klukkan 12:00

Staðsetning: Húsnæði eldri borgara á hverjum stað.

Öll velkomin. 

Lesa meira

Klúbbastarf í félagsmiðstöðinni Zveskjunni

12.04.2023 Klúbbastarf í félagsmiðstöðinni Zveskjunni

Tilraunaverkefni Fjarðabyggðar í samstarfi við Karítas Hörpu Davíðsdóttur. Karitas Harpa, söngkona vann keppnina The Voice Iceland árið 2017.

Klúbburinn söngur og sjálfsstyrking verður haldinn einu sinni í viku í sex vikur í Zveskjunni. Hann verður haldinn á þriðjudögum klukkan 19:30 og hver tími verður um 2 klukkustundir.

Klúbburinn hefst 18. apríl.

Lesa meira

Myndlistarnámskeið og Kammerkór Norðurlands

23.02.2023 Myndlistarnámskeið og Kammerkór Norðurlands

Margt er um að vera í menningarstarfi Fjarðabyggðar í mars. 

Þann 7. mars næstkomandi mun Menningarstofa Fjarðabyggðar mu halda kvöldnámskeið í myndlist í mars. Námskeiðin verða haldin í Neskaupstað, Eskifirði og Fáskrúðsfirði 7. – 30. mars og verða fjögur skipti á hverjum stað.

Lesa meira

Lífið er núna - styrktartónleikar Krafts – Neskaupstað

01.02.2023 Lífið er núna - styrktartónleikar Krafts – Neskaupstað

Styrktartónleikar Krafts með Stebba Jak, Ínu Berglindi, Coney Island Babies í Egilsbúð, miðvikudagskvöldið 1. febrúar kl 20.00.

Miðaverð: 2000 kr einnig tekið við frjálsum framlögum 🙂 Miðasala við hurð.

Öll velkomin!

Allur ágóði tónleikanna rennur til Krafts.

Lesa meira

Litla stúlkan með eldspýturnar - leiksýning

12.12.2022 Litla stúlkan með eldspýturnar - leiksýning
Alcoa Fjarðaál, í samstarfi við Sláturhúsið og Menningarstofu Fjarðabyggðar, býður börnum á jólasýninguna Litla stúlkan með eldspýturnar 17. og 18. desember.
Litla stúlkan með eldspýturnar er ævintýri sem flestir þekkja. Snæfríður Ingvarsdóttir og Sigurður Ingvarsson hafa sett söguna í nýjan og nútímalegan búning.
Lesa meira

Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

23.11.2022 Jólaljósin ljóma í Fjarðabyggð

Kveikt verður á jólaljósunum á jólatrjánum í Fjarðabyggð eftirtalda daga:

Neskaupstaður: Sunnudagurinn 27. nóvember kl. 16:00 - innan við Egilsbúð 

Eskifjörður: Laugardaginn 3. desember kl. 16:00 - á Eskjutúninu

Reyðarfjörður: Sunnudaginn 4. desember kl. 17:00 - á túninu við N1

Fáskrúðsfjörður: Sunnudaginn 4. desember kl. 16:00 - rétt innan við bátinn Rex

Stöðvarfjörður: Sunnudaginn 4. desember kl 17:00 - á túninu við Balaborg

Breiðdalsvík: Miðvikudaginn 7. desember kl. 17:30

Jólalög, jólasveinar og einstök jólastemming fyrir alla fjölskylduna. 

Komum saman og njótum stundarinnar. 

Lesa meira

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörðu vol.2

23.11.2022 Pólskar kvikmyndir á Eskifirði /Polskie filmy w Eskifjörður /Polish films in Eskifjörðu vol.2

Velkomin á pólska kvikmyndahátíð í Valhöll vol. 2. Á dagskránni eru heimildamyndir, stuttmyndir og í kvikmyndir fullri lengd, bæði fyrir börn og fullorðna. Hver og einn ætti að geta fundið eitthvað við sitt hæfi! Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis.
---------------------------------------
Zapraszamy na pokazy polskich filmów w Valhöll vol. 2. W programie 5 tytułów, filmy dla dorosłych i dla dzieci, długie i krótkie metraże, dokumenty i fabuły. Każdy znajdzie coś dla siebie!
Bezpłatny wstęp, angielskie napisy!
Do zobaczenia w kinie!
---------------------------------------
We would like to invite you for a second edition of Polish film screening at Valhöll. In the program you will find 5 movies for adults and for kids, feature films, and documentaries, long and short length, everybody should find something good! Pokaż mniej 

Lesa meira

Nýtnivikan 2022 – Sóun er ekki lengur í tísku!

17.11.2022 Nýtnivikan 2022 – Sóun er ekki lengur í tísku!

Íbúar Austurlands eru hvattir til að taka þátt í Evrópsku nýtnivikunni, en hún verður haldin frá 19. – 27. nóvember. Markmið vikunnar er að fá fólk til að draga úr óþarfa neyslu, nýta hluti betur og draga þannig úr myndun úrgangs.

Þema ársins er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er ekki lengur í tísku!

Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu að draga úr sóun textíls.

Í tilefni nýtnivikunnar eru sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir, skólar og almenningur hvött til þess að fræðast um umhverfisáhrif textíls og leggja sitt af mörkum til að skapa hringrásarhagkerfi textíls í samfélaginu. Til að mynda er hægt að setja upp fataskiptimarkað á vinnustöðum og á heimasíðu Saman gegn sóun má finna kynningarefni sem þið getið nýtt ykkur. Svo er um að gera að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, halda viðgerðarkaffi, fyrirlestra eða hvaðeina sem styður við minni sóun.

Saman gegn sóun - heimasíða

Lesa meira

Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022

17.11.2022 Rithöfundalest(ur) á Austurlandi 2022
Austfirskir höfundar fylla lestina í ár
- Rithöfundalest(ur) verður í Skaftfelli á Seyðisfirði föstudaginn 18. nóvember klukkan 19:00
Skaftfell hlakkar til að bjóða þau Benný Sif Ísleifsdóttur, Jónas Reyni Gunnarsson, Smára Geirsson, Rangar Inga Aðalsteinsson og Jón Pálsson velkomin á föstudaginn.
Lesa meira

Tindátarnir - Skuggaleikhús - Barna og fjölskylduleikrit.

24.10.2022 Tindátarnir - Skuggaleikhús - Barna og fjölskylduleikrit.
Byggt á samnefndri ljóðabók Steins Steinarrs með myndum eftir Nínu Tryggvadóttur. Hér fjalla þau um seinni heimstyrjöldina og spá fyrir um endalokin. Því bókin Tindátarnir kom út 1943 og tveimur árum síðar lauk stríðinu. Segjum svo að listin geti ekki séð fram í tímann.
Tindátarnir er skuggaleikhús sem er um margt lítt notað leikhúsform hér á landi. Tónlist leikur stóran þátt í sýningunni og styður þannig við ævintýrið. Leikurinn
Tindátarnir hreyfir við áhorfendum og mun án efa fá okkur til staldra dálítið við og hugsa, ekki síst nú á dögum þar sem fréttir af stríði hafa verið áberandi síðustu misseri.
Markmið verkefnis okkar er að færa þessa mikilvægu ljóðsögu, Tindátarnir, eftir Stein Steinarr, á senu til handa æskunni.
Sýningartími 30 mín. - Miðaverð 2.500 kr
Lesa meira

Duo Ultima - Klassísk tónlist með jassívafi

24.10.2022 Duo Ultima - Klassísk tónlist með jassívafi
Duo Ultima
Haustið býður upp á ýmis ævintýri og nú er það Duo Ultima sem heimsækir okkur og flytur klassíska tónlist með jassívafi útsetta fyrir saxófónn og píanó,
Tónleikarnir eru mánudaginn 24. október kl. 19.30 í Tónlistarmiðstöð Austurlands, (Eskifjarðarkirkju).
Flytjendur:
Guido Bäumer saxófónn
Aladár Rácz píanó
Verk eftir bandarísk og evrópsk tónskáld
Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir styrktir af Tónlistarsjóði, Múlaþingi og FÍH.
Lesa meira

Matarmót Matarauðs Austurlands

17.10.2022 Matarmót Matarauðs Austurlands

Matarmót Matarauðs Austurlands er nú haldið annað sinn, næstkomandi föstudag, 21. Október kl. 15:00 í Valaskjálf á Egilsstöðum. 

Við hvetjum ykkur til að mæta sem flest enda er Matarmótið mikilvægur vettvangur fyrir framleiðendur jafnt sem kaupendur og aðra hagaðila til að kynna sér fjölbreyttar vörur úr landshlutanum og auka tengslanet sitt. Okkur þætti einnig vænt um að þið mynduð setja frétt um Matarmótið inn á vefsíður ykkar sveitarfélaga (og samfélagsmiðla eftir þvi sem við á) og hvetjið þau sem starfa við matvælaframleiðslu og meðhöndlun matvæla í ykkar sveitarfélagi til að gera sér ferð og skoða allt það áhugaverða sem er að gerast í austfirskri matvælaframleiðslu.

Lesa meira