Samtal um stefnu í málefnum innflytjenda

11.03.2024 Samtal um stefnu í málefnum innflytjenda 11.03.2024 - 11.03.2024
Vilt þú hafa áhrif á mótun stefnu í málefnum innflytjenda? Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið vinnur nú í fyrsta sinn að slíkri framtíðarsýn og býður því til samtals hringinn í kringum landið. Stefnt er að því að innflytjendur hafi aukin tækifæri til inngildingar (e. inclusion) og virkrar þátttöku í samfélaginu og eru þeir því sérstaklega hvattir til að mæta og ræða þau sem mál sem þessu tengjast og liggja þeim á hjarta. Við verðum á Egilsstöðum mánudaginn 11. mars og fundurinn verður túlkaður yfir á ensku og pólsku. Verið hjartanlega velkomin!
Lesa meira

Tvöfaldur djasskokteill í Tónlistarmiðstöðinni = Dúó+Dúó

24.02.2024 Tvöfaldur djasskokteill í Tónlistarmiðstöðinni = Dúó+Dúó 24.02.2024

Laugardaginn 24. febrúar kl. 20:30 verður boðið upp á sannkallaða tónlistarveislu á tvöföldum tónliekum í tónlistarmiðstöð Austurlands. Þá munu þeir Magnús Trygvason Elíassen, Tómas Jónsson og Tumi Árnason verða í góðu grilli, fljúgandi spuna, djassi, angurværri sveitasælu og tærandi sýru.  

Lesa meira

Hinsegin fræðsla - Opnir foreldrafundir

15.01.2024 Hinsegin fræðsla - Opnir foreldrafundir 15.01.2024 - 16.01.2024

Í lok árs 2022 undirritaði Fjarðabyggð samstarfssamning við Samtökin ’78 um fræðslu til handa starfsfólki Fjarðabyggðar og nemendum í skólum Fjarðabyggðar. Samtökin '78 ætla í næstu viku að bjóða upp á tvo opna foreldrafundi í Fjarðabyggð. Sá fyrri verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mánudaginn 15. janúar kl. 17:00-18:00; og sá síðari í Nesskóla þriðjudaginn 16. janúar kl 17:00-18:00.

Við hvetjum alla foreldra að mæta á annan hvorn fundinn.  

Lesa meira

Jólasmásagnakeppni 2023 - Opið fyrir innsendingar

01.12.2023 Jólasmásagnakeppni 2023 - Opið fyrir innsendingar 01.12.2023 - 11.12.2023

Menningarstofa Fjarðabyggðar í samstarfi við grunnskólana í Fjarðabyggð efnir nú fjórða árið í röð til til jólasmásagnakeppni grunnskólanema á aðventunni. Þátttaka er opin öllum nemendum grunnskóla Fjarðabyggðar en veitt verða verðlaun fyrir bestu sögurnar í þremur aldurshópum grunnskólans – fyrir yngsta stig, miðstig og efsta stig.

Lesa meira

Nanna - How to start a garden í Egilsbúð á Tónaflugi

11.11.2023 Nanna - How to start a garden í Egilsbúð á Tónaflugi 11.11.2023 - 11.11.2023

Það verður sannkallaður stórviðburður í Egilsbúð og Austurlandi öllu þegar tónlistarkonan Nanna, sem hefur skapað sér nafn með hljómsveitinni Of Monsters and Men, mætir ásamt hljómsveit sinni en framundan er tónleikaferð í Evrópu.

Lesa meira

Rock Paper Sisters mæta á Tónaflug í Egilsbúð

07.10.2023 Rock Paper Sisters mæta á Tónaflug í Egilsbúð 07.10.2023 - 07.10.2023

Rokksveitin Rock Paper Sisters fagnar útgáfu á sinni fyrstu plötu, „One in a million“ sem kom út núna í ágúst með tónleikum í Egilsbúð. Platan kom stafrænt en einnig út á vínyl og hana má nálgast hana við dyrnar í sérstakri viðhafnar útgáfu sem hefur verið framleidd í takmörkuðu upplagi fyrir tónleikana. Rokktónleikar sem mörg eru búin að bíða eftir.

Lesa meira

Líður fólki vel í kringum mig?

05.10.2023 Líður fólki vel í kringum mig? 05.10.2023 - 05.10.2023

Fimmtudaginn 5. október næstkomandi verður árlegt forvarnarmálþing Verkmenntaskóla Austurlands haldið. Málþingin hafa verið styrkt af SÚN og eru í samvinnu við Fjarðabyggð, Nesskóla og foreldrafélög beggja skóla.

Lesa meira

Sæti við borðið

02.10.2023 Sæti við borðið 02.10.2023 - 02.10.2023

Sæti við borðið: stuðningur og fræðsla fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir á landsbyggðinni til aukinnar virkni og þátttöku í notendaráðum.

Lesa meira

Pólskar kvikmyndir á Eskifirði

23.09.2023 Pólskar kvikmyndir á Eskifirði 23.09.2023 - 24.09.2023

Pólskar kvikmyndir á Íslandi og Menningarstofa Fjarðabyggðar bjóða til veislu í Valhöll Eskifirði, heimili kvikmyndanna í Fjarðabyggð þriðja árið í röð!

Myndirnar verða sýndar með enskum texta og aðgangur er ókeypis.

Lesa meira

Íþróttavika Evrópu 2023 – vill þitt félag taka þátt?

23.09.2023 Íþróttavika Evrópu 2023 – vill þitt félag taka þátt? 23.09.2023 - 30.09.2023

Íþróttavika Evrópu er haldin á hverju ári 23. – 30. september  í yfir 30 Evrópulöndum. Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi.

Lesa meira

Að mála eins og Tryggvi - Myndlistarsmiðja fyrir börn

23.09.2023 Að mála eins og Tryggvi - Myndlistarsmiðja fyrir börn 23.09.2023 - 23.09.2023
Menningarstofa og Tryggvasafn bjóða upp á myndlistarsmiðju fyrir yngri kynslóðina og foreldra í Tryggvasafni laugardagsmorguninn 23. september.
Fjölskyldustund þar sem börnum býðst að mála myndir og form í anda Tryggva Ólafssonar myndlistarmanns frá Norðfirði.
Lesa meira

FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ OG FAN ZONE

16.09.2023 FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ OG FAN ZONE 16.09.2023 - 16.09.2023

Eins og flestir stuðningsmenn KFA vita þá er leikurinn gegn Sindra næsta laugardag risastór og mun KFA blása til veislu!
Það verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og kaldur á krana (fyrir þá sem hafa aldur til) á Fan Zone fyrir utan höllina.


Lesa meira

Þorgrímur Þráinsson verður á bókasafninu á Reyðarfirði

14.09.2023 Þorgrímur Þráinsson verður á bókasafninu á Reyðarfirði 14.09.2023 - 14.09.2023
Þorgrímur Þráinsson verður á bókasafninu og les uppúr bókum sínum, segir hvernig þær urðu til, svarar spurningum og deilir reynslu sinni af því að skrifa bækur í samstarfi við BRAS-Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi
Lesið fyrir yngri börnin frá kl.16:30-17:30 og fyrir þau eldri frá kl.17:30-18:30.
Við hvetjum fólk á öllum aldri til að fjölmenna á bókasafnið.
Lesa meira

Albeck: Heima

09.09.2023 Albeck: Heima 09.09.2023 - 09.09.2023

Myndlistarmaðurinn Aron Leví Beck opnar sýna sjöttu einkasýningu kl: 17:00 laugardaginn 9. September að Óseyri 1c, Reyðarfirði (þar sem Austmat var).
Verið öll velkomin, léttar veitingar í boði.

Lesa meira

Tónlistarhátíðin Austur í rassgati

09.09.2023 Tónlistarhátíðin Austur í rassgati 09.09.2023 - 09.09.2023

Tónlistarhátíðin Austur í rassgati er haldin í fjórða skiptið í ár í okkar frábæra félagsheimili Egilsbúð. Hátíðin verður glæsilegri með hverju árinu og nú verða tónlistaratriðin fimm og hvert öðru meira spennandi.

Lesa meira

Íbúafundur á Stöðvarfirði

06.09.2023 Íbúafundur á Stöðvarfirði 06.09.2023 - 06.09.2023

Verkefnisstjórn Sterks Stöðvarfjarðar boðar til íbúafundar í grunnskóla Stöðvarfjarðar miðvikudaginn 6.september kl:18:00.

Farið verður yfir stöðu og framgang verkefnisins til þessa, auk þess sem kynning verður á lánamöguleikum Byggðastofnunar.

Boðið verður upp á súpu og brauð.

Vonumst til að sjá sem flest!

Lesa meira

Dagskrá Stod í Stöð

03.07.2023 Dagskrá Stod í Stöð

Nú styttist svo sannarlega í Støðið

Á Stöðvarfirði munu allir geta fundið eitthvað skemmtilegt að gera.

 

Lesa meira

17. júní 2023 í Fjarðabyggð

13.06.2023 17. júní 2023 í Fjarðabyggð

Sú hefð hefur skapast að hátíðahöld vegna 17. júní færast á milli bæjarkjarna. Að þessu sinni verður haldið upp á 17. júní á Reyðarfirði í samvinnu við Ungmennafélgið Val. Dagskrá dagsins má finna hér að neðan.

Lesa meira

Jógaganga á Stöðvarfirði

31.05.2023 Jógaganga á Stöðvarfirði

Róleg ganga þar sem gengið er í kyrrð og þögn í umhverfi Stöðvarfjarðar. Stoppað á vel völdum stöðum og gerðar liðkandi jógaæfingar, hugleiðslustopp þar sem boðið verður upp á bolla með hreinu kakói. Lagst verður í grasið í slökun. Dásamleg leið til að vinda ofan af spennu og amstri dagsins.

Verð 3000-

Lesa meira

Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk

31.05.2023 Páll Ivan frá Eiðum sýnir í Gallerí Þórsmörk
Páll Ivan frá Eiðum opnar myndlistarsýningu í Gallerí Þórsmörk laugardaginn 10. júní.
Gallerí Þórsmörk er nýtt myndlistar- og sýningarrými á Austurlandi sem er staðsett í Neskaupstað í hinu sögufræga húsi Þórsmörk sem er líka aðsetur Menningarstofu Fjarðabyggðar. Húsið er nú í eigu SÚN sem styður dyggilega við endurnýjun á aðstöðunni en hið nýja gallerí er starfrækt af Menningarstofu.
Lesa meira

Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

30.05.2023 Sjómannadagurinn í Fjarðabyggð

Að venju verður margt um að vera í Fjarðabyggð í tilefni af sjómannadeginum.

Hér að neðan má sjá hátíðardagskrá sem fram fer á Eskifirði í Neskaupstað og á Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Jógastund með fjölskyldunni

24.05.2023 Jógastund með fjölskyldunni

Jógastund er fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Verður haldin sunnudagin 28. maí klukkan 11:00 í Egilsbúð.

Lesa meira

Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

14.05.2023 Skáknámskeið fyrir 1. - 10. bekk

Börnum í 1.-10. bekk í Fjarðabyggð býðst að sækja frítt skáknámskeið dagana 20.-21. maí. Námskeiðið er haldið í grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

Birkir Karl mun sjá um námskeiðið en hann er fyrrum landsliðsþjálfari Ástralíu í skák og hefur fengist við skákkennslu síðastliðin 11 ár.

Birkir hélt skáknámskeið í Grunnskóla Reyðarfjarðar í nóvember 2022 sem gekk mjög vel.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

11.05.2023 Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi

Háskólinn á Akureyri og Háskólinn í Reykjavík bjóða upp á BS-nám í tölvunarfræði á Austurlandi frá og með næsta hausti. 

Um er að ræða sveigjanlegt nám sem hentar vel fyrir fjarnema og fólk sem ætlar að stunda hlutastarf með náminu. Fyrirlestrarnir eru teknir upp og settir á kennsluvef og þannig getur þú horft á fyrirlestrana þegar þér hentar og eins oft og þú vilt. Nemendur mæta svo í verkefnatíma á Reyðarfjörð þar sem verkefnastjóri aðstoðar þá.

Lesa meira

KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR AUSTURLANDS

25.04.2023 KVIKMYNDATÓNLEIKAR SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR AUSTURLANDS
Á þessum einstöku tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands verður flutt tónlist úr þekktum kvikmyndum sem flestir ættu að kannast við, eins og Star Wars, Godfather, James Bond, Batman o.fl. Gæsahúðartónleikar fyrir alla fjölskylduna 💥
Lesa meira