Austfirsk nýsköpun á erlenda markaði

27.02.2019

Klukkan 10:30

18.02.2019

Ráðgjafafyrirtækið Evris heldur kynningarfund í fyrsta sinn á Austurlandi í samvinnu við Austurbrú

Ráðgjafafyrirtækið Evris heldur kynningarfund í fyrsta sinn á Austurlandi í samvinnu við Austurbrú miðvikudaginn 27. febrúar í húsnæði Austurbrúar á Reyðarfirði kl. 10.30

Endilega skráið ykkur á fundinn með því að senda póst á: kristjana@austurbru.is

Evris í samstarfi við alþjóðlega ráðgjafafyrirtækið Inspiralia hefur opnað einstök tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir, sem stunda rannsóknir og/eða nýsköpun, að sækja alþjóðlega styrki til vöruþróunar og undirbúnings markaðssetningar erlendis.

Berglind Häsler, verkefnastjóri hjá Evris, ætlar að kynna nýjar áherslur í evrópskum styrkjum, bandaríska styrki og samninga við opinbera aðila, hvernig við getum aðstoðað við að opna nýja markaði o.fl. sem sagt, ýmislegt sem kemur sér vel fyrir fyrirtæki í nýsköpun.

All you need to know about EU and US funding, public contracts, investors etc for companies in innovation.

Með aðstoð Evris og Inspiralia hafa íslensk fyrirtæki fengið rúmar 11 milljónir evra til vöruþróunar og markaðssetningar.

Kynningafundurinn hefst kl. 10.30 og boðið verður upp á einstaklingsviðtöl í kjölfarið þar sem hægt verður að fara yfir möguleika einstakra fyrirtækja/einstaklinga.