Dagar myrkurs í Fjarðabyggð

30.10.2018 - 04.11.2018

31.10.2018

Að venju verða Dagar myrkurs haldnir dagana 30. október - 4. nóvember. Það verður eitt og annað um að vera í Fjarðabyggð á þessum tíma.     

Leikskólinn Kæribær:

30.okt.  skreyta börnin  leikskólann t.d. mála vofur og fl. á glugga leikskólans  og hengja upp drungaleg listaverk sem þau hafa unnið.  Börnin eru að vera æfa lög sem tengjast myrkrinu

31.okt. verður vasaljósadagur.  Börn og starfsfólk verða búin að koma fyrir endurskinsmerkjum og vestum víðsvegar í leikskólanum.  Þau fara síðan um allan leikskólann með vasaljós í myrkrinu og leita þau uppi. Einnig föndra þau ýmislegt sem tengist myrkrinu. 

1.nóv. Svartur dagur, börn og starfsfólk mætir í svörtum fatnaði, þau kveikja á kertum með foreldum sínum. sagðar eru drungalegar sögur.

2.nóv. Er leikið með ljós og skugga. Settur er upp myndvarpi og búnir eru til allskonar skuggar.  Einnig er snæddur drungalegur hádegisverður.  Galdrasúpa með svörtum göróttum drykk. 

Bílabíó - Föstudagur 2. nóvember

Ferðaþjónustan Mjóeyri í samstarfi við 9. bekk Grunnskóla Eskifjarðar verða með bílabíó á norðurhlið Egersund föstudaginn 2. nóvember kl. 18.00 og kl. 20:00. Frítt inn en 9. bekkur verður með sölu á poppi, gosi og fleira.

Beituskúrinn - Laugardagur 3. nóvember

23:45 - Miðnæturtónleikar í Beituskúrnum með Einari Ágúst

Tónlistarmiðstöð Austurlands Eskifirði - Sunnudagur 4. nóvember 

16:00 - Söngvar Jórunnar Viðar. Tónleikar í Tónlistarmiðstöð
Austurlands. Erla Dóra Vogler, mezzósópran
og Eva Þyri Hilmarsdóttir, píanóleikari halda
upp á aldarafmæli Jórunnar Viðars 2018
18:00 - Asískt hlaðborð með Nönu.

Hosumarkaður í Neskaupstað - 1. nóvember - 3. nóvember 
Hosumarkaður í Safnahúsinu í Neskaupstað.

Alla dagana er síðan Halloween þema í bakaríinu hjá Sesam og Hótel Hildibrand.