Draugahundur í gamla barnaskólanum á Eskifirði.

17.06.2021 - 25.07.2021

15.06.2021

Fimmtudaginn 17. júní verður sýningin "Draugahundur" opnuð í Gamla barnaskólanum á Eskifirði. Sýningin samanstendur af 12 ljósmyndum af Samoyed hundum. Samoyed hundurinn sem líkist draug var upphaflega ræktaður til að veiða, draga sleða, og smala hreindýrum. Sýningin er opin um helgar milli 13:00 - 17:00 17.júní - 25. júlí.

Hver er þessi hundur? Hundurinn í okkur? Hvíti draugahundurinn er mættur til Eskifjarðar.

Bjargey Ólafsdóttir lærði ljósmyndun, málaralist og blandaða tækni í Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaakademíunni í Helsinki, og handritsgerð og leikstjórn í Binger Filmlab í Amsterdam. Hún vinnur í fjölbreyttum miðlum, og verður útkoman oft í formi íronískra verka, stundum ofbeldisfullra eða óhugnanlegra, og sækir hún innblástur í þráhyggjur og fantasíur nútímalífs. Persónurnar í verkum hennar eru gjarnan einstaklingar sem týnast í kunnuglegum en þó framandi aðstæðum. Hún hefur gert nokkrar kvikmyndir sem hlotið hafa lof gagnrýnenda, og hefur sýnt verk sín víða um lönd, t.d. í Listasafni Reykjavíkur, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Nýlistasafninu í Reykjavík, Kunstverein í München, KunstWerke í Berlín, Galaria Traschi í Santiago, Chile og Färgfabriken Norr í Östersund, Svíþjóð.

Sýningin Draugahundur í Gamla Barnaskólanum á Eskifirði er á vegum Menningarstofu Fjarðabyggða.

Enginn aðgangseyrir.

Bókin Rófurass sem tengist Draugahundinum er fáanleg á vefsíðu VOID: https://void.photo/rofurass

www.bjargey.com