Duo Ultima - Klassísk tónlist með jassívafi

24.10.2022
Duo Ultima
Haustið býður upp á ýmis ævintýri og nú er það Duo Ultima sem heimsækir okkur og flytur klassíska tónlist með jassívafi útsetta fyrir saxófónn og píanó,
Tónleikarnir eru mánudaginn 24. október kl. 19.30 í Tónlistarmiðstöð Austurlands, (Eskifjarðarkirkju).
Flytjendur:
Guido Bäumer saxófónn
Aladár Rácz píanó
Verk eftir bandarísk og evrópsk tónskáld
Aðgangur er ókeypis og eru tónleikarnir styrktir af Tónlistarsjóði, Múlaþingi og FÍH.