Eistnaflug 2018

11.07.2018 - 14.07.2018

31.01.2018

Eistnaflug er tónlistarhátíð sem haldin hefur verið árlega síðan sumarið 2005.

Þetta er innihátíð í Neskaupstað, vinalegum litlum bæ á Austfjörðum, jafn langt frá Reykjavík og hægt er að komast án þess að fara úr landi. Síðan 2005 hefur hátíðinni vaxið fiskur um hrygg og er orðinn að fjögurra daga tónlistarhátíð, þar sem metal-, harðkjarna-, pönk-, rokk- og indí-bönd deila saman sviði.

Í ár hafa boðað komu sína:
ANATHEMA [UK]
WATAIN [SE]
SÓLSTAFIR [IS]
DIMMA [ICE]
PERTURBATOR [FR]
BATUSHKA [PL]
AUÐN [IS]
KONTINUUM [IS]
VANHELGD [SE]
HATESPHERE [DK]
ORDER [NO]
HEMÚLLINN [IS]
SNOWED IN [IS]
XGADDAVÍRX [IS]
NEXION [IS]
ÚLFÚÐ [IS]
Fleiri hljómsveitir verða tilkynntar fljótlega

Hægt er að kaupa miða á tix.is

Miðaverð er 19.900 kr.
 
VIP miði er á 27.900 kr.
Innifalið í VIP miða er aðgangur að VIP svæði og VIP bar og glaðningur.