Eistnaflug og Austurland

Klukkan 10:00 - 17:00

31.01.2018

Tónlistarhátíðin Eistnaflug og Austurbrú blása til samstarfs og vinnufundar á Hótel Hildibrand í Neskaupstað 8. febrúar milli kl. 10 og 17. Allir eru velkomnir á fundinn en fólk úr ferðaþjónustunni er sérstaklega hvatt til að mæta.

Eistnaflug hefur á síðustu árum orðið ein athyglisverðasta tónlistarhátíð landsins og á síðasta ári hlaut hún Eyrarrósina og Íslensku tónlistarverðlaunin sem tónlistarhátíð ársins. 

Fólk er beðið að skrá sig á vinnustofuna með því að senda póst á jonknutur@austurbru.us eigi síðar en 6. febrúar.