Fjölskyldudagur Fjarðabyggðar sunnudaginn 12. febrúar

07.02.2023

Sunnudaginn 12. febrúar verður íþróttahúsið á Reyðarfirði tekið formlega í notkun ásamt því að íþróttamanneskja Fjarðabyggðar verður kynnt.

Af því tilefni býður Fjarðabyggð til fjölskyldudags.

Skemmtileg dagskrá í boði fyrir börnin

Dagskrá:

  • 13:00 Húsið opnar
  • 13:30 Formleg athöfn hefst
  • Íþróttamanneskja Fjarðabyggðar kynnt
  • Íþróttálfurinn og Solla stirða
  • Kynningar frá íþrótta- og tómstundafélögum
  • Hoppukastalar fyrir börnin
  • Andlitsmálning
  • Skynjunar-leiksvæði fyrir yngstu börnin
  • Veitingar frá Sesam