Í gegnum tíðina - Afmælistónleikar Atla Heimis

21.10.2018 - 21.10.2018

Klukkan 17:00

05.10.2018

Sunnudaginn 21. október kl. 17:00 verða haldnir tónleikar í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði undir heitinu "Í gegnum tíðina". Tónleikarnir eru heiðurstónleikar í tilefni af 80 ára afmæli Atla Heimis Sveinssonar tónskálds.

Á tónleikunum verður stiklað á stóru í verkum Atla Heimis og fjölbreytileiki tónsköpunar hans fær að njóta sín í flutningi tónlistarfólks á öllum aldri. 

Allir velkomnir og enginn aðgangseyrir.