Köld - Tónlistarhátíð í Neskaupstað 20. - 23. febrúar

20.02.2020 - 23.01.2020

28.01.2020

Neskaupstaður mun iða af gleði og hamingju dagana 20. - 23. febrúar þegar tónlistarhátíðin Köld fer fram. Dagskrá hátíðarinnar er glæsileg í ár en fram koma KK, Auður og Magnús og Jóhann. Þá mun Guðmundur R. Gíslason verða heiðurlistamaður hátíðarinnar í ár.

Takmarkað framboð er af hátíðarpassa sem gilda á alla hátíðina svo ekki bíða til morguns með að tryggja þér miða á frábæru verði! Aðeins 6990 kall!

KÖLD í samstarfi við Tónlistarmiðstöð Austurlands mun árlega heiðra austfirskan tónlistarmann fyrir framlag sitt til tónlistar á Austurlandi og í ár er Guðmundur R. heiðurslistamaður hátíðarinnar.

Miðasala fer fram á www.tix.is